Bækurnar í Goosebumps-bókaflokki R.L. Stine eru flestum kunnar hvar sem er í heiminum.
Systkinin Teitur og Tara eru í sumarfríi hjá frænku sinni og frænda. Niðri við strönd finnur Teitur helli sem hann langar að kanna en nágrannakrakkarnir segja að það sé stórhættulegt. Í hellinum búi nefnilega þrjú hundruð ára gamall draugur sem birtist bara á fullu tungli!
Teitur veit að þetta er tilbúningur því draugar eru að sjálfsögðu ekki til.
Er það nokkuð?
Þýðandi: Marta Hlín Magnadóttir