Keisarinn í Kina elska að hlusta á söng næturgalans. Einn daginn fær hann gervifugl som getur sungið. Hann gleymir næturgalanum. En hvað gerist þegar gervifluglinn er orðinn slitinn?
H.C. Andersen fæddist í Óðinsvéum 2. apríl 1805. Böðvar Guðmundsson rithöfundur endursegir ævintýrin fyrir börn. Myndskreytingar Þórarins Leifssonar gefa okkur splunkunýja sýn á sögum sem við héldum að við kynnum utan að.
Börn á öllum aldri þekkja ævintýri danska þjóðskáldsins H.C. Andersens. Snjallar frásagnir hans eru ýmist hugljúfar, átakalegar eða skemmtilegar en vekja alltaf lesandann til umhugsunar.
H.C. Andersen skrifaði Næturgalann árið 1844.